Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Gunnhildur byrjar tímabilið á sigri

Gunn­hild­ur Yrsa og stöll­ur hennar í Utah Royals byrjuðu á sigri í bandarísku kvennadeildinni.

Gunnhildur Yrsa (t.v.) ÍV/Getty

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var í byrj­un­arliði Utah Royals sem hóf tímabilið á sigri gegn Washington Spirit í bandarísku kvennadeildinni í nótt.

Gunnhildur lék allan tímann meðal fremstu leikmanna Utah Royals í leiknum en strax á 10. mínútu leiksins skoraði liðsfélagi Gunnhildar, Lo’eau LaBonta, og það reyndist sigurmarkið í leiknum.

Gunnhildur er að hefja sína aðra leiktíð með Utah Royals en hún lék 24 leiki á síðustu leiktíð og gerði eitt mark þegar liðið lenti í 5. sæti af ellefu liðum. Í vetur lék Gunnhildur með Adelaide United í Ástralíu.

Dagný Brynjarsdóttir var þá einnig í eldlínunni í bandarísku kvennadeildinni en hún kom inn á sem varamaður rétt undir lok leiksins þegar lið hennar Portland Thorns þurfti að sætta sig við 4-4 jafntefli gegn Chicago Red Star, sem jafnaði leikinn í 4-4 í uppbótartíma.

Þetta var annar leikur Dagnýjar á leiktíðinni. Hún kom einnig inn á sem varamaður þegar Portland Thorns sigraði Orlando Pride, 0-2, í fyrstu umferðinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun