Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Gummi Tóta spilaði allan tímann þegar Norrköping missti sig­ur­inn í upp­bót­ar­tíma

Gummi Tóta lék í svekkjandi jafntefli í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

ÍV/Getty

Norrköping fékk á sig jöfn­un­ar­mark í upp­bót­ar­tíma og gerði jafn­tefli við Djurgården, 1-1, þegar liðin átt­ust við í 5. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Guðmundur Þórarinsson, betur þekktur sem Gummi Tóta, lék allan leikinn fyrir Norrköping.

Norrköping skoraði mark rétt fyrir leikhlé og hélt forystunni lengi vel. Djurgården var hættulegt allan leikinn og ógnaði stöðugt marki Norrköping. Eftir eina mínútu í uppbótartímanum í seinni hálfleik skoraði Erik Berg skallamark fyrir Djurgården og jafnaði leikinn í 1-1, sem urðu lokatölur leiksins.

Svekkjandi jafntefli í dag hjá Gumma Tóta og félögum í Norrköping sem hafa aðeins unnið einn leik í fyrstu 5. umferðunum, en liðið hefur hins vegar gert þrjú jafntefli og er með sex stig í 10. sæti deildarinnar. Djurgården situr þá á toppi deildarinnar eftir leikinn í dag.

Andri Rúnar Bjarnason var ekki í leikmannahópi Helsingborg í dag sem gerði 1-1 jafntefli við GIF Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni. Andri glímir við meiðsli í kálfa og hefur ekki getað leikið með liðinu í síðustu þremur leikjum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun