Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Gummi Tóta í sigurliði – Arnór Ingvi á toppnum

Guðmundur Þórarinsson lék í sigri Norrköping og Arnór Ingvi og félagar hans í Malmö eru enn á toppnum í Svíþjóð.

ÍV/Getty

Guðmundur Þórarinsson, þekktur sem Gummi Tóta, var í liði Norrköping þegar liðið lagði Örebro, 2-1, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Guðmundur byrjaði leikinn og spilaði fyrstu 82. mínúturnar áður en hann var tekinn af velli.

Norrköping hóf leikinn vel og náði að skora mark strax á fjórðu mínútu leiksins. Gummi Tóta og félagar í Norrköping fóru illa með varnarmenn Göteborg í aðdraganda marksins en að lokum fékk Alexander Fransson boltann fyrir framan sig eftir mistök í vörninni og kom því Norrköping í 1-0 forystu.

Svipað var upp á teningnum í seinni hálfleiknum líkt og í þeim fyrri en aðeins þremur mínútum eftir leikhléið náði Örebro að jafna leikinn í 1-1. Sóknarmaður liðsins hafði átt skallatilraun í stöng og Carlos Strandberg hirti frákastið og jafnaði leikinn.

Eftir nákvæmlega klukkutíma leik skoraði Jordan Larsson fyrir Norrköping og þar við sat í markaskorun. Lokatölur 2-1 Norrköping í vil.

Norrköping hafði ekki unnið fjóra leiki í röð fyrir leikinn í kvöld en liðið var að vinna sinn annan sigur á leiktíðinni og er sem stendur í 9. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 11 stig.

Arnór Ingvi á toppnum

Arnór Ingvi Traustason spilaði fyrri hálfleikinn fyrir topplið Malmö sem gerði markalaust jafntefli við Göteborg í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Malmö var heilt yfir betri aðilinn í leiknum ef marka má tölfræði leiksins en ekki vildi boltinn inn.

Leikinn í kvöld má kalla toppbaráttuslag en bæði lið eru í efstu tveimur sætunum í deildinni. Malmö er á toppnum með 18 og Göteborg í 2. sæti með 17 stig. Liðin í 3.- 5. sæti í deildinni eru þá öll með 17 stig.

Nói Snæhólm lék í jafntefli

Nói Snæhólm Ólafsson spilaði allan tímann með liði sínu Syrianska sem gerði markalaust jafntefli við Västerås í sænsku B-deildinni í kvöld

Nói og samherjar hans hafa ekki farið vel af stað á leiktíðinni og eru á botninum með aðeins 6 stig.

Þá var Bjarni Mark Antonsson ekki í leikmannahópi IK Brage sem vann 3-1 útisigur á Dalkurd í sænsku B-deildinni í kvöld. Brage er í 3. sæti deildarinnar með 14 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun