Fylgstu með okkur:

Fréttir

Guðmundur Steinn í þýsku D-deildina

Guðmundur Steinn hef­ur gengið frá fé­lags­skipt­um til þýska D-deildarliðsins TuS Rot-Weiß Koblenz.

Embed from Getty Images

Guðmundur Steinn Hafsteinsson hef­ur gengið frá fé­lags­skipt­um sín­um til þýska D-deildarliðsins TuS Rot-Weiß Koblenz og skrifað und­ir samn­ing við liðið fram á vorið. Fótbolti.net greindi frá.

„Ég var að skoða mín mál. Þetta er aðallega fjölskyldumál. Ég er með tvo unga krakka og annað þeirra er ungabarn. Ég er í fæðingarorlofi og við ákváðum að taka vorið í Þýskalandi frekar en á Íslandi. Tímabilið er til 16. maí. Þeir eru líka í undanúrslitum í landshlutabikar og þá er úrslitaleikurinn eftir það,“ sagði Guðmundur í samtali við Fótbolta.net.

Guðmundur hafði verið samningslaus frá því hann yf­ir­gaf Stjörn­una fyrr í vetur, en hann útilokar ekki að spila í Pepsi Max-deildinni í sumar.

TuS Rot-Weiß Koblenz er í neðsta sæti í sínum riðli í þýsku D-deildinni með aðeins fjögur stig eftir 20 umferðir. Fyrsti deildarleikur liðsins eftir vetrarfrí er þann 23. febrúar.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir