Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Guðmundur og Hjört­ur í sig­urliðum

Guðmundur og Hjörtur voru báðir í sigurliðum í dag.

ÍV/Getty

Norrköping, með Guðmund Þórarinsson innanborðs, sigraði Kalmar 1-0 á heimvelli í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Guðmundur lék allan leikinn fyrir Norrköping sem skoraði markið sitt í leiknum eftir fimm mínútur í síðari hálfleik. Lokatölur urðu 1-0.

Norrköping er áfram í 5. sæti deildarinnar og hefur nú 53 stig.

Hjört­ur Her­manns­son lék all­an leik­inn með Brøndby sem vann góðan 3-0 útisigur á Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni.

Með sigrinum fer Brøndby upp í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig eftir 13 umferðir.

Eggert Gunnþór Jónsson kom inn af bekknum hjá SønderjyskE þegar liðið steinlá fyrir Nordsjælland, 4-1, á heimavelli. Eggert Gunnþór og Ísak Óli Ólafsson, sem sat á bekknum allan tímann, og félagar þeirra eru í 9. sæti deildarinnar með 18 stig.

Jón Dagur Þorsteinsson lék þá síðustu átta mínúturnar fyrir AGF frá Árósum sem tapaði fyrir Silkeborg, 4-3, í miklum markaleik. AGF er í 4. sætinu með 20 stig, jafnmörg og Randers, sem er í sætinu fyrir ofan en með betri markatölu.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun