Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Guðmundur í sig­urliði Norrköping

Guðmundur Þórarinsson og félagar hans í Norrköping fögnuðu sigri í dag.

ÍV/Getty

Guðmundur Þórarinsson var í sigurliði Norrköping í dag þegar liðið lagði Örebro, 3-0, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni. Guðmundur lék með frá upphafi til enda leiksins.

Norrköping var töluvert sterkari aðilinn frá byrjun en fyrsta mark liðsins kom tveimur mínútum fyrir lok fyrri hálfleik og liðið bætti svo við öðru marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks en það var Simon Skrabb sem gerði mörkin, bæði eftir undirbúning frá Sead Haksabanovic.

Þriðja markið hjá Norrköping kom á 55. mínútu og ekki urðu mörkin fleiri. 3-0 sigur Norrköping staðreynd.

Norrköping er í 7. sætinu með 43 stig þegar sex umferðum er ólokið.

Kristianstad gerði jafntefli

Íslendingaliðið Kristianstad missti af stigum í efstu deildinni í Svíþjóð í dag þegar það gerði 2-2 jafntefli við Bunkeflo á útivelli.

Sif Atladóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir voru í byrjunarliði Kristianstad og spiluðu allan leikinn fyrir liðið.

Með sigri hefði Kristianstad komist upp að hlið Vittsjö í öðru sætinu í deildinni. Kristianstad er þess í stað í 4. sæti með 32 stig eftir 18 leiki.

Þá tapaði Djurgården enn og aftur í deildinni er liðið beið lægri hlut fyrir Gautaborg, 3-1, á heimavelli. Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leikinn fyrir Djurgården en Guðrún Arnardóttir sat á bekknum hjá liðinu.

Djurgården er í 11. sæti deildarinnar, sem er fallsæti, með 10 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun