Fylgstu með okkur:

Fréttir

Guðmundur geng­inn í raðir New York City FC

Guðmundur Þórarinsson er genginn í raðir banda­ríska at­vinnu­mannaliðsins New York City FC. 

Mynd/nycfc.com

Selfyssingurinn Guðmundur Þórarinsson er genginn í raðir bandaríska at­vinnu­mannaliðsins New York City FC.

Guðmundur kemur til liðsins á frjálsri sölu eftir að hafa runnið út á samningi hjá sænska liðinu Norrköping á síðasta ári. Þar átti hann afar góða leiktíð og vakti áhuga liða víðsvegar. Guðmundur mun hjá nýja liði sínu leika undir stjórn Norðmannsins Ronny Deila.

„Að koma til New York City FC er stór ákvörðun á mínum ferli. Ég hef einungis heyrt góða hluti um liðið og mig hlakkar til að byrja spila aftur.

Ég hef tekið eftir því hvernig Ronny fer að hlutunum og hvernig fótbolta hann vill spila, en það átti stóran þátt í ákvörðuninni. Hann vill halda boltanum mikið og ég dýrka það,“ sagði Guðmundur í viðtali við heimasíðu New York City FC.

Guðmundur hef­ur á sínum atvinnumannaferli leikið í Noregi, með liðinum Sarpsborg og Rosenborg, og í Danmörku, með Nordsjælland, og nú síðast með Norrköping í Svíþjóð.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir