Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Guðmundur Andri held­ur áfram að skora

Guðmundur Andri heldur áfram að láta að sér kveða á undirbúningstímabilinu.

Mynd/ikstart.no

Guðmundur Andri Tryggvason heldur áfram að láta að sér kveða á undirbúningstímabilinu með Start í Noregi.

Guðmundur Andri skoraði í gær eina mark Start þegar liðið gerði jafntefli við Flekkerøy, 1-1, í æfingaleik. Markið skoraði hann á 4. mínútu leiksins en skot hans af um 15 metra færi fór í stöng og inn.

Guðmundur Andri hefur verið öflugur í æfingaleikjum með Start á undirbúningstímabilinu og skoraði meðal annars þrennu í æfingaleik í síðasta mánuði.

Start tryggði sér sæti í norsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og keppni í deildinni hefst á ný í byrjun apríl. Liðið mætir þá Kristiansund í fyrstu umferðinni þann 5. apríl.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun