Fylgstu með okkur:

Fréttir

Guðlaugur Victor val­inn í lið vik­unn­ar

Guðlaugur Victor var val­inn í lið vik­unn­ar í þýsku B-deildinni fyrir frammistöðu sína með Darmstadt um helgina.

ÍV/Getty

Guðlaugur Victor Pálsson er í liði vikunnar hjá þýska fót­bolta­tíma­rit­inu Kicker fyr­ir frammistöðuna með Darmstadt gegn Hamburger um helgina.

Darmstadt gerði í fyrradag afar svekkjandi 1-1 jafntefli við Hamburger á útivelli í fyrsta leik liðanna í þýsku B-deilinni á leiktíðinni. Guðlaugur Victor spilaði allan leikinn og þótti afar sterkur á miðjunni hjá Darmstadt.

Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Tim Skarke fyrir gestina í Darmstadt, en Aaron Hunt tryggði Hamburger stig á síðustu stundu þegar hann jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu þegar átta mínútur voru liðnar af uppbótartíma.

Guðlaugur Victor, sem er 28 ára, gekk til liðs við Darmstadt í byrjun árs og hefur spilað 16 leiki með liðinu.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir