Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Guðlaugur Victor spilaði all­an leik­inn í jafn­tefli

Guðlaugur Victor lék allan tímann í 1-1 jafntefli í þýsku B-deildinni í dag.

Guðlaugur Victor í leik með Darmstadt fyrir tveimur vikum. ÍV/Getty

Guðlaugur Victor spilaði all­an leik­inn með Darmstadt sem gerði 1-1 jafn­tefli við Jahn Regensburg í dag í þýsku B-deildinni.

Darmstadt skoraði fyrra mark leiksins sem kom þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik, en á 69. mínútu leiksins jöfnuðu gestirnir metin. Lokatölur 1-1 jafntefli.

Fyrir leikinn í dag hafði Darmstadt unnið tvo leiki í röð en liðið situr í 11. sæti deildarinnar með 33 stig og er í fínum málum.

Guðlaugur Victor gekk til liðs við Darmstadt í byrjun þessa árs og síðan þá hefur hann spilað flestar mínútur með liðinu. Þetta var níundi leikur hans í röð með félaginu og alltaf hefur hann verið í byrjunarliðinu.

Hann var í 23 manna leikmannahópi Íslands í nýliðnu landsleikjaverkefni gegn Andorra og Frakklandi en kom ekki við sögu í báðum leikjunum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun