Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Guðlaugur Victor sá rautt fyrir brot á Rúrik

Guðlaugur Victor fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Rúrik í Þýskalandi í kvöld.

ÍV/Getty

Sandhausen sigraði Darmstadt 1-0 í Íslendingaslagnum í þýsku B-deildinni í kvöld.

Rúrik Gíslason var laus úr skammarkróknum og var í byrjunarliði Sandhausen í leiknum og lék í 81 mínútu. Rúrik kom sér í fréttirnar fyrr í vikunni þegar hann var settur í agabann hjá liði sínu eftir að hafa gerst sekur um hefnibrot á æfingu.

Guðlaugur Victor var í byrjunarliði Darmstadt en hann spilaði hins vegar aðeins rúmlega klukkutíma leik þar hann fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 58. mínútu fyrir að hafa brotið á Rúrik rétt fyrir utan teig.

Eina mark leiksins kom eftir tveggja mínútna leik í síðari hálfleiknum en markið skoraði Erik Zenge.

Sandhausen fer með þessum sigri upp í annað sæti deildarinnar og er komið með 10 stig á meðan Darmstadt er í 11. sætinu með 5 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun