Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Guðlaugur Victor og félagar gerðu jafntefli

Guðlaugur Victor spilaði allan leikinn fyrir Darmstadt í markalausu jafntefli

Í annari deildinni í Þýskalandi spiluðu Guðlaugur Victor Pálsson og félagar í Darmstadt gegn Dynamo Dresden. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. Darmstadt er með fimm stig eftir fjórar umferðir.

Jökull Andrésson varði markið hjá U-23 ára liði Reading sem tapaði með þremur mörkum gegn engu á móti U23 ára liði West Ham í kvöld. Jökull fékk dæmda á sig aukaspyrnu og uppskar gult spjald fyrir og í kjölfarið af henni kom annað mark West Ham.

Böðvar Böðvarsson sat allan tíman á varamannabekk Jagiellonia sem sigraði Wisla Krakow í pólsku úrvalsdeildinni í kvöld, 3-2. Jagiellonia er í 3. sæti deildarinnar með 11 stig eftir 6 umferðir.

Efsta deildin í Hollandi kvenna megin fór af stað í kvöld og í liði PSV spilar Anna Björk Kristjánsdóttir en lið hennar mætti Heerenven og sigraði með fjórum mörkum gegn engu. Frábær byrjun á tímabilinu hjá Önnu Björk. Næsti leikur PSV verður ekki fyrr en eftir tvær vikur en þá kemur Zwolle í heimsókn.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun