Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Guðlaugur Victor lagði upp í drama­tísku jafn­tefli

Guðlaugur Victor átti stoðsendingu þegar Darmstadt gerði jafntefli.

ÍV/Getty

Guðlaugur Victor Pálsson lék allan tímann með Darmstadt þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Jahn Regensburg á heimavelli í þýsku B-deildinni í dag.

Það voru gest­irn­ir í Jahn Regensburg sem byrjuðu leik­inn bet­ur. Dario Dumic, varnarmaður Darmstadt, varð fyrir því óláni að skora í eigið mark eftir stundarfjórðung. Staðan var 1-0 í hálfleik.

Síðari hálfleik­ur­inn fór ró­lega af stað en á 73. mínútu mínútu leiksins fékk Darmstadt tækifæri til jafna metin þegar liðið fékk vítaspyrnu. Serdar Dursun fór á punktinn en þrumaði boltanum hátt yfir markið.

Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma virtist allt ætla að stefna í 1-0 sigur Jahn Regensburg. Allt kom hins veg­ar fyr­ir ekki því Serdar Dursun jafnaði metin fyrir Darmstadt þegar hann náði frákasti eftir góða skottilraun frá Guðlaugi Victori, sem er skráður fyrir stoðsendingu marksins. Serdar Dursun var aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar en hann kom Darmstadt yfir eftir að hafa fengið góða sendingu innfyrir vörnina.

Jahn Regensburg tókst hins veg­ar að kreista fram jöfn­un­ar­mark á fjóðu mín­útu upp­bót­ar­tím­ans. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Darmstadt er í 13. sæti deildarinnar með 15 stig eftir 13 umferðir.

Kolbeinn Birgir Finnsson spilaði allan leikinn fyrir U23 ára lið Dortmund þegar það gerði 1-1 jafntefli við U23 ára lið Borussia Monchengladbach.

U23 ára lið Dortmund leikur í 4. deildinni í Þýskalandi og er þar í 12 sæti af 19 liðum með 18 stig eftir 14 leiki.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun