Fylgstu með okkur:

Fréttir

Guðlaug­ur Victor í liði vik­unn­ar

Guðlaugur Victor átti flott­an leik um liðna helgi og er í liði vikunnar.

ÍV/Getty

Guðlaug­ur Victor Pálsson er í liði vikunnar í þýsku B-deildinni hjá þýska fót­bolta­tíma­rit­inu Kicker fyr­ir frammistöðuna með Darmstadt gegn Karlsruher í 1-1 jafntefli um liðna helgi.

Guðlaugur Victor, sem lék allan leikinn á miðjunni hjá Darmstadt, þótti leika mjög vel í leiknum og var að leik loknum valinn maður leiksins.

Er þetta í annað sinn á leiktíðinni sem Guðlaugi Victori hlotn­ast þessi heiður að vera í liði vikunnar fyr­ir frammistöðu sína, en hann er einn af þrem­ur leik­mönn­um Darmsta­dt sem eru í úrvalsliði vikunnar að þessu sinni.

Darmstadt er í 15. sæti þýsku B-deildarinnar, einu sæti fyrir ofan fallsvæðið, með 8 stig eftir níu umferðir.

Mynd/Kicker.de

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir