Fylgstu með okkur:

Fréttir

Guðlaugur Victor í fjórða sinn í liði um­ferðar­inn­ar

Guðlaugur Victor var í dag val­inn í fjórða sinn í lið um­ferðar­inn­ar í þýsku B-deildinni.

ÍV/Getty

Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Darmstadt, er að gera það gott með liði sínu í Þýskalandi en hann var í dag val­inn í lið um­ferðar­inn­ar í fjórða sinn á þessari leiktíð.

Guðlaugur Victor þótti leika mjög vel á miðju Darmstadt þegar liðið lagði Sandhausen, 1-0, í Íslendingaslag í þýsku B-deildinni í gær. Guðlaugur Victor lék allan leikinn og Rúrik Gíslason síðustu 13 mínúturnar fyrir Sandhausen.

Með sigrinum komst Darmstadt upp fyrir Sandhausen og Osnabrück í 9. sæti deildarinnar og hefur nú 29 stig eftir 22 umferðir. Sandhausen er í 11. sæti með 27 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir