Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Guðlaugur Victor fékk beint rautt fyr­ir glæfra­lega tæk­lingu

Guðlaugur Victor var rekinn af velli fyrir ljótt brot.

Mynd/kicker.de

Guðlaugur Victor Pálsson fékk beitt rautt spjald þegar lið hans Darmstadt sótti Wehen heim í þýsku B-deildinni í dag. Leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Guðlaugur Victor var í byrjunarliði Darmstadt og var rekinn af velli með beint rautt spjald fyr­ir glæfra­lega tæk­lingu á 76. mín­útu leiksins. Fyrst fékk hann gult spjald en eft­ir at­hug­un í VAR var því breytt í rautt spjald. Hægt er að sjá brotið hér fyr­ir neðan, en ljóst er að hann mun að minnsta kosti missa af næsta leik liðsins.

Darmstadt er í 13. sæti deildarinnar með 19 stig úr 16 leikjum.

Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi Sandhausen er liðið gerði 1-1 jafntefli við Dynamo Dresden. Sandhausen er í 8. sæti með 22 stig.

Kolbeinn Birgir Finnsson lék síðustu tíu mínúturnar með U23 ára liði Dortmund þegar það beið lægri hlut fyrir Essen, 1-0, í þýsku D-deildinni.

Sandra í byrjunarliði Bayer Le­verku­sen

Sandra María Jessen var í byrjunarliði Bayer Le­verku­sen þegar liðið vann 2-0 sigur gegn Essen í þýsku Bundesligunni. Iv­ana Ru­delic kom Le­verku­sen yfir snemma leiks og Milena Ni­kolic bætti við öðru marki und­ir lok fyrri hálfleiks. Sandra lék með fram í uppbótartíma síðari hálfleiks.

Bayer Le­verku­sen er í 9. sæti deildarinnar með 12 stig, aðeins fimm stigum frá fallsæti.

Sara Björk Gunnarsdóttir var þá ekki í leik­manna­hópi Wolfs­burg sem vann öruggan 4-0 sig­ur á Sand. Wolfs­burg hefur 34 stig á toppi deild­ar­inn­ar og er með þriggja stiga for­skot á Hof­fen­heim, sem er í öðru sæt­i.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið