Fylgstu með okkur:

Fréttir

Guðlaugur Victor aft­ur í liði um­ferðar­inn­ar

Guðlaugur Victor í liði umferðarinnar í annað sinn í röð.

ÍV/Getty

Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Darmstadt, er í liði um­ferðar­inn­ar í þýsku B-deildinni fyrir frammistöðu sína með liði sínu gegn St. Pauli um liðna helgi.

Guðlaugur Victor skoraði þá sigurmark Darmstadt en markið, sem má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, skoraði hann með skalla eftir hornspyrnu undir lok leiks og tryggði liði sínu þar með 1-0 sigur.

Með sigrinum fór Darmstadt upp úr fallsæti og hefur nú 11 stig.

Er þetta í þriðja sinn á tímabilinu sem Guðlaugi Victori hlotn­ast þessi heiður að vera valinn í lið umferðarinnar, en hann var einnig valinn í úrvalsliðið í þarsíðustu umferð.

Mynd/kicker.de

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir