Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Gríðarlega svekkj­andi jafntefli hjá Birki

Birkir og samherjar í Brescia gerðu svekkj­andi jafntefli í ítölsku A-deildinni í dag.

ÍV/Getty

Birkir Bjarnason hóf leikinn á varamannabekknum en lék síðustu tuttugu mínúturnar með Brescia í grátlegu 1-1 jafntefli gegn Udinese á heimavelli í ítölsku A-deildinni í dag.

Þegar Birkir var búinn að vera inni á vellinum í rúmar tíu mínútur komst Brescia yfir með marki frá Dimitri Bisoli. Allt virtist stefna í sigur Brescia, en allt kom fyrir ekki og á annarrri mínútu uppbótartímans skoraði Rodrigo De Paul jöfnunarmark fyrir Udinese.

Brescia er enn í 19. sæti í ítölsku A-deild­inni en nú með 16 stig, sex stigum frá því að kom­ast úr fallsæti eftir 23 umferðir.

Í ítölsku C-deildinni var Emil Hallfreðsson mættur á ný í byrjunarlið Padova eftir að hafa misst af síðasta leik liðsins vegna meiðsla. Emil lék allan leikinn í 1-1 jafntefli gegn Cesena á útivelli.

Padova er í 5. sæti í B-riðli ítölsku C-deild­ar­inn­ar með 44 stig eftir 25 leiki og í baráttu um að komast upp um deild.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun