Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Gott gengi Mjällby heldur áfram

Gott gengi Mjällby í Svíþjóð heldur áfram. Óttar Magnús og Gísli spiluðu báðir í sigri liðsins í dag.

Óttar Magnús í leik með Mjällby.

Íslendingaliðið Mjällby vann í dag sinn fimmta sigur í röð og sinn sjötta sigur á leiktíðinni er liðið fór í heimsókn til Östers í sænsku B-deildinni. Lokatölur urðu 1-0 og er Mjällby eitt heitasta lið deildarinnar um þessar mundir.

Óttar Magnús Karlsson og Gísli Eyjólfsson voru báðir í byrjunarliði Mjällby í leiknum. Óttar Magnús lék allan leikinn og Gísli spilaði fyrstu 72. mínúturnar. Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkings R. og Breiðabliks, stýrir liðinu.

Það var Joel Nilsson sem skoraði fyrir Mjällby á 17. mínútu og það var eina mark leiksins í dag.

Mjällby er sem stendur í 2. sæti deildarinnar með 18 stig en efstu tvö sætin í deildinni fara beint upp um deild þegar leiktíðinni lýkur.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun