Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Góður sigur hjá Victori

Guðlaugur Victor og félagar hans í Darmstadt unnu góðan sigur í dag.

ÍV/Getty

Guðlaugur Victor Pálsson og samherjar hans í Darmstadt sigruðu Holstein Kiel, 2-0, í þýsku B-deildinni á heimavelli sínum í dag en leikurinn var liður í 2. umferð deildarinnar.

Darmstadt hafði um síðustu helgi gert afar svekkjandi jafntefli við Hambuger í fyrsta leik sínum í deildinni og ekkert annað en sigur kom til greina hjá liðinu í dag.

Sóknarmaðurinn Tim Skarke kom Darmstadt í forystu eftir aðeins ellefu mínútna leik. Skarke fékk góða sendingu inn fyrir vörnina, fór ansi auðveldlega framhjá varnarmanni í aðdrag­anda marks­ins og átti fínt skot sem fór á milli fóta markmanns Holstein Kiel.

Serdar Dursun skoraði annað mark Darmstadt með marki úr vítaspyrnu á 64. mínútu leiksins og reyndist það síðasta markið í leiknum. Guðlaugur Victor var á miðjunni hjá Darmstadt í dag og lék allan leikinn. Hann var í síðustu viku val­inn í lið vik­unn­ar fyrir frammistöðu sína með liðinu um síðustu helgi.

Darmstadt er með 4 stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í deildinni og spilar næst við Oberneuland í þýsku bikarkeppninni eftir viku.

Í Kasakstan á svipuðum tíma lék Rúnar Már Sigurjónsson rétt tæpar tuttugu mínútur fyrir lið sitt Astana sem tapaði nokkuð óvænt fyrir Shakhter Karagandy, 1-0, í efstu deildinni þar í landi.

Rúnar Már byrjaði á bekknum en kom við sögu á 67. mínútu í stöðunni 1-0 en það urðu lokatölur leiksins. Astana missti toppsætið fyrir vikið í hendur Tobol sem er nú með einu stigi meira.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun