Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Góður leik­ur Victors dugði ekki til

Guðlaugur Victor fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína í þýsku B-deildinni í dag.

Guðlaugur Victor Pálsson fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína í leik með liði sínu Darmstadt gegn Greuther Furth í þýsku B-deildinni í dag.

Lið Guðlaugs Victors, Darmstadt, beið lægri hlut fyrir Greuther Furth, 2-1,  í dag.

Samkvæmt miðlum í þýskalandi þá var Guðlaugur Victor með bestu leikmönnum Darmstadt í leiknum í dag, ásamt liðsfélaga sínum Fabian Holland.

Fyrsta mark leiksins var skorað úr vítaspyrnu. Liðsfélagi Guðlaugs Victors hafði handleikið knöttinn inn í eigin vítateig og vítaspyrna var því dæmd. Paul Seguin skoraði af vítapunktinum fyrir Greuther Furth, 1-0.

Greuther Furth bætti við öðru marki á 82. mínútu áður en Darmstadt minnkaði muninn í 2-1 þegar fjórar mínútur voru liðnar af uppbótartíma í seinni hálfleiknum. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Greuther Furth.

Guðlaugur Victor og félagar hans sigla lygnan sjó í þýsku B-deildinni í 13. sæti deildarinnar með 33 stig. Liðið er með níu stigum meira en Magdeburg, sem er í fall-umspilssæti í deildinni. Sex umferðir eru eftir af deildinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun