Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Góður leikur Rúnars dugði ekki til

Rúnar Alex átti flott­an leik í marki Dijon gegn Nantes.

ÍV/Getty

Rúnar Alex Rúnarsson átti í dag flottan leik í marki Dijon þótt honum hafi mistekist að halda hreinu þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Nantes á útivelli í frönsku úrvalsdeildinni.

Aðal­markmaður Dijon á þessari leiktíð, Al­fred Gom­is, er frá vegna meiðsla og Rúnar Alex fékk því tækifærið á milli stanganna.

Rúnar Alex var flottur í marki Dijon og varði fimm skot í leiknum – þar af tvisvar virkilega vel, samkvæmt tölfræðisíðunni WhoScored en þar fékk hann 6,9 í einkunn.

Dijon er í 16. sæti deild­ar­inn­ar, með 16 stig eft­ir 17 umferðir og er aðeins einu stigi frá umspilssæti um að forðast fall.

Ari Freyr Skúlason lék ekki með Oostende vegna meiðsla þegar liðið laut í gras fyrir Eupen, 1-0, í belgísku úrvalsdeildinni.

Oostende hef­ur aðeins unnið einn deildarleik í síðustu þrettán leikjum sínum og er í 14. sæti deildarinnar með 15 stig eftir 18 leiki.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun