Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Góðir útisigr­ar hjá Hirti og Mikael

Hjörtur og Mikael fögnuðu báðir sigri á útivelli í Danmörku í dag.

ÍV/Getty

Hjörtur Hermannsson og liðsfélagar hans hjá Brøndby unnu 2-0 útisigur þegar liðið mætti Hobro í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Hjörtur var í byrjunarliði Brøndby að vanda, en hann fékk að líta sitt annað gula spjald í uppbótartíma síðari hálfleiks og var sendur af leikvelli. Hann er þar með kominn í leikbann sem hann tekur út í næsta leik. Kamil Wilczek skoraði bæði mörk Brøndby í dag.

Eftir fimm umferðir er Brøndby í 3. sæti deildarinnar með 10 stig.

Þá spilaði Mikael Anderson allan leikinn fyrir Midtjylland þegar liðið hrósaði sigri gegn Horens á útivelli, 2-0, í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Sory Kaba skoraði bæði mörkin fyrir Midtjylland sitt hvorum megin við hálfleikinn en í fyrra markinu hafði Mikael fiskað vítaspyrnu, sem má sjá með því að smella hér.

Midtjylland hefur nú unnið alla sína fimm leiki í deildinni og er í öðru sæti deildarinnar með jafnmörg stig og FC Kaupmannahöfn sem er í efsta sæti með aðeins betri markatölu.

Matthías Vilhjálmsson spilaði þá allan leikinn með liði sínu Vålerenga sem laut í lægra haldi fyrir Strømsgodset, 3-2, í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Vålerenga er í 6. sæti deildarinnar með 25 stig, átta stigum frá Evrópusæti.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun