Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Góð byrj­un hjá Hirti og Eggert

Hjörtur og Eggert Gunnþór fóru báðir vel af stað með liðum sínum í Danmörku.

ÍV/Getty

Hjörtur Hermannsson og Eggert Gunnþór Jónsson fóru báðir vel af stað með liðum sínum í dag þegar 1. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar var leikin.

Hjörtur Hermannsson og samherjar hans í Brøndby unnu Silkeborg örugglega, 3-0, á heimavelli sínum í dag.

Paulus Arajuuri, Dominik Kaiser og Kamil Wilczek skoruðu mörk Brøndby í dag. Hjörtur hefur síðasta misserið verið fastamaður Brøndby og lék allan leikinn í stöðu miðvarðar.

Eskfirðingurinn Eggert Gunnþór var í sigurliði SønderjyskE þegar það hrósaði 2-1 sigri gegn Randers í dag.

Eggert byrjaði leikinn á varamannabekknum en kom inn á sem varamaður á 68. mínútu.

Christian Jakobsen skoraði fyrir SønderjyskE eftir hálftíma leik og staðan í leikhléi var 1-0. Randers jafnaði metin fljótlega í seinni hálfleiknum en Marco Rojas skoraði annað mark SønderjyskE á 65. mínútu sem skildi liðin að þegar upp var staðið.

Frederik Schram gekk í raðir SønderjyskE í gær og var á varamannabekknum í leiknum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun