Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Glódís Perla spilaði í markalausu jafntefli

Glódís Perla spilaði allan leikinn í vörn Rosengard í markalausu jafntefli

Mynd/Aftonbladet

Tveir leikir fóru fram í efstu deildinni í sænska kvennaboltanum í dag. Glódís Perla Viggósdóttir var að venju í byrjunarliði Rosengard sem tók á móti Vaxjo DFF. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. Rosengard er á toppi deildarinnar með 31 stig eftir 14 umferðir. Næsti leikur Rosengard verður næstkomandi sunnudag er þær heimsækja Pitea.

Glódís hefur leikið hverja einustu mínútu fyrir Rosengard í sumar og hefur liðið haldið hreinu í 9 af 14 leikjum deildarinnar.

Andrea Thorisson sat allan tímann á varamannabekk Bunkeflo er þær sigruðu Kungsbacka með tveimur mörkum gegn engu. Þetta var mikilvægur sigur þar sem þær eru í næstneðsta sæti með 7 stig, þremur stigum á undan Kungsbacka. Næsti leikur Bunkeflo er gegn Örebro næstu helgi. Andrea hefur komið við sögu í öllum leikjum liðsins á þessu tímabili nema tveimur og skorað í þeim eitt mark en það kom í eina sigri liðsins fyrir leikinn í kvöld.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun