Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Glódís Perla og Rosengård á toppinn

Glódís Perla og stöllur hennar í Rosengård komust á topp sænsku úrvalsdeildarinnar eftir sigur í kvöld.

Mynd/Aftonbladet

Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Rosengård komust í kvöld á topp sænsku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á Pitea á heimavelli í sjöttu umferð deildarinnar.

Heimakonur í Rosengård gerðu bæði mörkin í seinni hálfleiknum, Johanna Kanery skoraði fljótlega eftir leikhléið og Anam Imo skoraði rétt undir lok leiks. Glódís lék allan leikinn í vörninni hjá Rosengård.

Rosengård er með 13 stig á toppi deildarinnar, jafn mörg stig og Linköpings og Vittsjö en með aðeins betri markatölu.

Íslendingaliðið Djurgården laut í lægra haldi fyrir Vittsjö, 3-1, í deildinni í kvöld. Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðrún Arnardóttir léku í vörninni hjá Djurgården en Guðbjörg Gunnarsdóttir var á varamannabekknum hjá liðinu.

Kristianstads og Linköpings gerðu 1-1 jafntefli í Íslendingaslag í deildinni í kvöld en þær Sif Atladóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir voru í byrjunarliði Kristianstads í leiknum og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir kom inn á sem varamaður. Hjá Linkopings var Anna Rakel Pétursdóttir í byrjunarliðinu. Sif lék allan leikinn en Svava Rós og Anna Rakel voru báðar teknar af velli í seinni hálfleiknum.

Þá spilaði Andrea Thorisson tæpan hálftíma fyrir Bunkeflo í 2-2 jafntefli gegn Kungsbacka.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun