Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Gló­dís Perla hafði bet­ur í Íslend­inga­slag

Gló­dís Perla spilaði í dag all­ar mínúturnar í vörn Rosengård sem hafði betur gegn Kristianstad í Íslend­inga­slag.

Glódís Perla. ÍV/Getty

Rosengård og Kristianstad mætt­ust í Íslend­inga­slag í efstu deild Svíþjóðar í dag. Leikurinn endaði með því að Rosengård vann 5-1 stórsigur og spilaði Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir all­ar mínúturnar í vörn liðsins.

Sif Atladóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir voru allar í byrjunarliði Kristianstad í dag, en Þórdís Hrönn var tekin af velli eftir rúman klukkutíma leik. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad.

Bæði lið voru í dag að leika sinn annan leik á leiktíðinni sem fór aftur af stað um síðustu helgi. Rosengård er með fullt stiga og situr á toppi deildarinnar á meðan Kristianstad er í 6. sæti með þrjú stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun