Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Gló­dís með fjög­urra stiga for­skot á toppnum

Lið Glódísar Perlu, Rosengård, hef­ur nú fjögurra stiga for­skot á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar eftir sigur í dag.

Mynd/Sydsvenskan

Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir og stöllur henn­ar hjá Rosengård eru með fjög­urra stiga for­skot á toppi sænsku úr­vals­deild­ar­inn­ar eftir sigur á Djurgården í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í dag, 3-1.

Glódís Perla var í byrjunarliði Rosengård og spilaði allan leikinn. Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn fyrir Djurgården en Ingibjörg Sigurðardóttir lék ekki með liðinu í dag.

Anna Anvegård skoraði fyrir Rosengård á fyrstu mínútu leiksins og tvöfaldaði forystuna með sínu öðru marki á 12. mínútu. Staðan 2-0 fyrir Rosengård í hálfleik.

Mia Jalkerud minnkaði muninn fyrir Djurgården í 2-1 á 72. mínútu en Hailice Mace tryggði Rosengård sigur þegar hún skoraði þriðja mark liðsins á 85. mínútu. Lokatölur urðu 3-1 fyrir Rosengård.

Rosengård er því áfram á toppi deild­ar­inn­ar eftir 16 leiki með 35 stig, fjögurra stiga forskot á Vittsjö sem vann 1-0 sigur á Kungsbacka í gær. Toppbaráttan í deildinni hefur verið jöfn að undanförnu en liðin í sætum þrjú til sex eru – í þessari röð – Kopparbergs/Göteborg með 30 stig, Kristianstad 28 stig, Linköpings 26 stig og Örebro 26 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun