Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Glódís fær­ist nær titl­in­um

Glódís og stöllur hennar í Rosengård eru skrefi nær meist­ara­titl­in­um eftir sigur í dag.

Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í sænska liðinu Rosengård náðu í dag sjö stiga forskoti á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar eftir 3-1 sigur gegn Örebro.

Glódís Perla lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rosengård. Anna Anvegård skoraði tvívegis fyrir Rosengård í fyrri hálfleik og Jelena Cankovic skoraði þriðja mark liðsins í síðari hálfleik áður en Örebro náði að klóra í bakkann undir lok leiksins. Lokatölur 3-1, Rosengård í vil.

Rosengård er nú með 41 stig eft­ir 18 leiki en Vittsjö kem­ur næst með 34 stig eftir 17 leiki. Alls leika liðin í deildinni 22 leiki á tímabilinu og Rosengård gæti með sigri í næsta leik tryggt sér meist­ara­titil­inn.

Anna Rakel Pétursdóttir lék í dag allan leikinn með liði sínu Linköpings sem tapaði 1-0 fyrir Piteå. Linköpings er í 7. sæti deildarinnar með 26 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun