Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Glódís áfram á toppn­um

Glódís Perla og stöllur hennar í Rosengård eru áfram í efsta sæti sænsku úr­vals­deild­ar­inn­ar eftir sigur í dag.

Mynd/aftonbladet

Lið Glódísar Perlu Viggósdóttur, Rosengård, situr áfram í efsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar eftir að það vann Íslendingaliðið Djurgår­d­en, 3-0, á útivelli í dag.

Anam Imo kom Rosengård yfir rétt fyrir leikhlé og þá skoraði Lisa-Marie Utland tvívegis fyrir Rosengård með stuttu millibili í seinni hálfleik. Lokatölur 3-0 fyrir Rosengård. Glódís lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rosengård.

Ingi­björg Sig­urðardótt­ir og Guðrún Arn­ar­dótt­ir voru í byrjunarliði Djurgår­d­en, en sú síðarnefnda var tekin af velli á 70. mínútu leiksins.

Baráttan um efsta sætið í deildinni er hörð. Eftir 11 umferðir er Rosengård með 24 stig, Linköpings 21, Vittsjo 21, Göteborg 20, Orebro 20, Pitea 19 og Íslendingaliðið Kristianstad er þá með 18 stig, sex stigum á eftir toppliði Rosengård. 12 umferðum er ólokið.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun