Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Gísli og Óttar spiluðu í sigri Mjällby

Gísli og Óttar Magnús komu báðir báðir inn á sem varamenn í dag þegar Mjällby hrósaði sigri.

Mynd/blt.se

Þeir Gísli Eyjólfsson og Óttar Magnús Karlsson komu báðir báðir inn á sem varamenn í dag þegar Mjällby bar sigurorð af Örgryte, 2-1, í sænsku B-deildinni.

Gísla var skipt inn á völlinn á 54. mínútu á meðan Óttar Magnús kom inn á í uppbótartíma seinni hálfleiks. Þjálfari Mjällby er íslenskum fótboltaáhugamönnum vel kunnur en Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkings R. og Breiðabliks, stýrir liðinu.

Örgryte-liðið átti góð færi í fyrri hálfleiknum en það var hins vegar Mjällby sem náði að skora í fyrri hálfleik. Þar var á ferðinni Bubacarr Jobe og Mjällby fór með 1-0 forystu inn í leikhléið.

Sitt hvoru meigin við hálfleikinn fékk leikmaður Örgryte tvö gul spjöld og þar með rautt í seinna skiptið á 53. mínútu. Mjällby því einum fleiri restina af leiknum.

Tuttugu mínútum fyrir leikslok jafnaði Örgryte metin en leikurinn var ekki lengi jafn því þremur mínútum síðar skoraði Jacob Bergström annað mark Mjällby og tryggði liðinu 2-1 sigur.

Þetta er annar sigur Mjällby í röð á leiktíðinni og liðið er komið upp í 5. sæti sænsku B-deildarinnar með 9 stig eftir fyrstu sex umferðirnar.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun