Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Gísli lék í fyrsta sigri Mjällby

Íslendingaliðið Mjällby er komið á blað í sænsku B-deildinni eftir sigur í dag.

Gísli í leiknum í dag. Mynd/blt.se

Íslendingaliðið Mjällby er komið á blað í sænsku B-deildinni eftir 2-1 sigur á Västerås SK í 3. umferðinni í dag. Mjällby komst á síðustu leiktíð upp úr C-deildinni í Svíþjóð.

Gísli Eyjólfsson og Óttar Magnús Karlsson leika fyrir Mjällby og þjálfari félagsins er íslenskum fótboltaáhugamönnum vel kunnur en Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkings R. og Breiðabliks, stýrir liðinu.

Gísli lék í 54. mínútur í dag áður en hann var tekinn af velli en Óttar Magnús sat allan tímann á varamannabekknum.

Miðjumaðurinn Pavle Vagic kom Mjällby á bragðið með glæsilegu marki fyrir utan teig á 22. mínútu. Västerås jafnaði metin í 1-1 á 65. mínútu en sex mínútum síðar kom sigurmarkið hjá Mjällby.

Góður 2-1 sigur staðreynd hjá Mjällby, sem er nú með þrjú stig eftir fyrstu þrjá leikina í deildinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun