Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Gísli aftur á skotskónum

Gísli Eyjólfsson var í gær á skotskónum með Mjällby í æfingaleik gegn Kristianstad.

Gísli í leik með Mjällby á undirbúningstímabilinu.

Gísli Eyjólfsson var í gær á skotskónum með Mjällby í æfingaleik gegn Kristianstad. Mjällby vann leikinn 5-1 og Gísli sá um að skora síðasta markið fyrir liðið sitt.

Æfingaleikurinn í gær var sá áttundi á undirbúningstímabilinu hjá Mjällby en félagið mun leika einn æfingaleik til viðbótar áður en keppnistímabilið hefst í sænsku B-deildinni í lok þessa mánaðar. Eftir síðasta æfingaleikinn fer félagið í æfingaferð til Tyrklands.

Þjálfari Mjällby er íslenskum fótboltaáhugamönnum vel kunnur en Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkings R. og Breiðabliks, stýrir félaginu. Óttar Magnús Karlsson er einnig á mála hjá félaginu.

Gísli, sem átti frábæra leiktíð með Breiðablik síðasta sumar, gekk í raðir Mjällby í desember í fyrra á lánssamningi með möguleika á endanlegum kaupum.

Gísli hefur nú þegar skorað fjögur mörk á undirbúningstímabilinu en það þriðja í röðinni vakti langmestu athyglina. Þá skoraði hann mark úr hjólhestaspyrnu gegn Bromölla og það magnaða mark má sjá hér að neðan.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun