Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Geng­ur ekk­ert án Arons

Al-Arabi enn án sig­urs síðan Aron Einar meidd­ist.

Mynd/elsport.com

Íslendingaliðið Al-Arabi lék sinn fimmta leik í röð án sig­urs er liðið tók á móti Al-Sailiya í katörsku úr­vals­deild­inni í dag.

Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Al-Arabi og lék fyrstu 65 mínúturnar í leiknum. Aron Einar Gunnarsson leikur einnig með Al-Arabi en er frá vegna meiðsla. Þá er Heimir Hallgrímsson þjálfari liðsins.

Al-Arabi komst yfir undir lok fyrri hálfleiks með marki frá Pierre-Michel Lasogga og var staðan því 1-0 í hálfleik.

Al-Sailiya-liðið jafnaði metin á 57. mínútu og þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði liðið sigurmark og þar við sat. Lokatölur 2-1, Al-Sailiya í vil.

Al-Arabi hef­ur ekki unnið síðan Aron Einar meidd­ist og mun­ar þar greini­lega um minna. Liðið hefur tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum í öllum keppnum og situr í 5. sæti deildarinnar með 14 stig eftir níu leiki, en á þó einn leik til góða.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun