Fylgstu með okkur:

Fréttir

Gaziantep að landa Ragnari

Ragnar er sagður í tyrkneskum fjölmiðlum hafa náð sam­komu­lagi um kaup og kjör við Gaziantep.

ÍV/Getty

Ragnar Sigurðsson færist nær tyrkneska úrvalsdeildarliðinu Gaziantep FK en hann er sagður hafa náð sam­komu­lagi um kaup og kjör við liðið í öll­um meg­in­at­riðum. Þetta kom fram í fréttaþætti tyrknesku sjónvarpsstöðvarinnar A Spor í kvöld.

Eins og flestum er kunnugt um er Ragnar samningslaus og að leita sér að nýjum vinnuveitanda, eftir að hafa rift samningi sínum við rússneska liðið Rostov í síðasta mánuði.

Gaziantep er nýliði í tyrknesku úrvalsdeildinni og sagt er að Ragnar fái liðlega um 600 þúsund evrur í árslaun hjá liðinu. Gaziantep er í 9. sæti deildarinnar, en Theodór Elmar Bjarnason lék með liðinu á síðustu leiktíð í tyrknesku 1. deildinni.

Ragnar hefur síðustu daga verið orðaður við danska liðið FC Kaupmannahöfn og tyrknesku liðin Trabzonspor og Antalyaspor.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir