Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Fyrsti leikur Ísaks með SønderjyskE

Ísak Óli lék í kvöld sinn fyrsta leik með SønderjyskE þegar liðið vann sigur í dönsku bik­ar­keppn­inni.

Mynd/jv.dk

Ísak Óli Ólafsson spilaði sinn fyrsta leik fyr­ir aðallið SønderjyskE þegar liðið hrósaði 4-2 sigri gegn Hvidovre í fram­lengd­um leik í dönsku bik­ar­keppn­inni í kvöld.

SønderjyskE var komið í 2-0 forystu eftir rúmlega hálftíma leik og hélt þeirri forystu þar til komið var að lokakafla leiksins. Hvidovre tókst að skora tvö mörk á lokamínútunum og náði því að knýja fram framlengingu.

SønderjyskE náði hins vegar að skora tvö mörk í framlengingunni og fagnaði að lokum 4-2 sigri.

Ísak Óli, sem gekk til liðs við SønderjyskE frá Keflavík í sumar, lék í stöðu miðvarðar í leiknum og spilaði allar 120 mínúturnar. Eggert Gunnþór Jónsson leikur einnig með SonderjyskE en hann var ekki í leikmannahópi liðsins.

Hjörtur Hermannson lék allan leikinn fyrir Brøndby IF sem hafði betur gegn Skive, 3-2, eftir framlendan leik á útivelli.

Skive náði að jafna metin í 1-1 á 81. mínútu og tókst að komast yfir í framlengingunni en Brøndby kom til baka og skoraði tvö mörk á síðustu mínútunum og vann að lokum 3-2 sigur.

Ingvar Jónsson varði markið hjá Viborg allan tímann þegar liðið tapaði 3-1 gegn AB.

Kol­beinn Sigþórs­son tók þá út leik­bann með liði sínu AIK sem vann 1-0 sig­ur á Gauta­borg á heima­velli í 25. umferð sænsku úrvalsdeildarinanr í kvöld. AIK er í öðru sætinu með 52 stig, fjórum á eftir toppliði Djurgården.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun