Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Fyrsti leikur Emils í lang­an tíma

Emil Hallfreðsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik í lang­an tíma.

Emil í leik með Udinese árið 2017. ÍV/Getty

Emil Hallfreðsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik í lang­an tíma þegar hann kom inn á sem varmaður á 73. mínútu í leik Udinese og Inter í ítölsku úrvalsdeildinni. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli.

Emil var í kvöld að leika sinn fyrsta leik með Udinese á leiktíðinni en hann samdi við félagið í byrjun marsmánaðar eftir að hafa rift samningi sínum við Frosinone í janúarmánuði. Emil hafði fyrir leikinn í kvöld spilað síðast þann 5. október í fyrra.

Emil gekkst í síðastliðnum desembermánuði undir velheppnaða aðgerð á hné í Barselóna og hóf æfingar með Udinese fyrir þremur vikum.

Hann þekkir vel til Udinese-liðsins því hann var á mála hjá félaginu á árunum 2016-2018. Emil lék 58 leiki með liðinu á þeim tíma.

Udinese situr í 17. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 34 stig eða fimm stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir af leiktíðinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið