Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Fyrsti byrjunarliðsleikur Árna í Úkraínu

Árni Vilhjálmsson lék í dag sinn fyrsta byrjunarliðsleik með úkraínska liðinu Chornomorets Odessa.

Mynd/​Chornomor­ets

Árni Vilhjálmsson lék í dag sinn fyrsta byrjunarliðsleik með úkraínska liðinu Chornomorets Odessa þegar liðið beið lægri hlut fyrir Arsenal Kyiv, 1-3, í fall-umspili deildarinnar.

Árni lék fyrstu 72. mínúturnar í leiknum áður en hann var tekinn af velli.

Fyrir leikinn í dag hafði Árni spilað tvo leiki með liðinu sem varamaður.

Árni gekk í raðir félagsins fyrir nokkrum vikum á lánssamningi frá pólska félaginu Termalica Nieciecza út þetta keppnistímabil.

Öll tólf liðin í úkraínsku úrvalsdeildinni leika nú í umspili í deildinni. Efstu sex liðin berjast um meistaratitilinn eftirsótta á meðan neðstu sex eru í fall-umspili.

Chornomorets Odessa, lið Árna, var í dag að spila sinn fyrsta leik í fall-umspilinu og er í næstneðsta sætinu með aðeins 16 stig. Liðið á hættu að falla niður um deild.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun