Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Fyrrum lærisveinar Solskjær fóru illa með Matthías og félaga

Matthías Vilhjálmsson lék allan tímann í stórtapi Vålerenga í kvöld.

Mynd/Dagsavisen

Fyrrum lærisveinar Ole Gunnar Solskjær í Molde fóru illa með Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Molde vann leikinn 4-1.

Matthías Vilhjálmsson leikur með Vålerenga og hann lék allan tímann í fremstu víglínu liðsins í leiknum í kvöld.

Molde komst yfir strax á sjöttu mínútu leiksins og fór með 1-0 forystu inn í leikhlé. Eftir aðeins fimm mínútur í seinni hálfleik skoraði Molde sitt annað mark. Ekki leið á löngu þar til þriðja markið kom hjá Molde en það kom þremur mínútum eftir annað markið.

Vålerenga minnkaði muninn í 3-1 eftir klukkutíma leik. Tuttugu mínútum síðar skoraði Molde sitt fjórða mark sem reyndist það síðasta í leiknum. 4-1 sigur staðreynd hjá Molde.

Þetta var leikur í 3. umferð norsku úrvalsdeildarinnar. Vålerenga er með þrjú stig eftir að hafa unnið Mjøndalen 2-0 í fyrstu umferðinni en Matthías skoraði bæði mörk liðsins í þeim leik.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun