Fylgstu með okkur:

Fréttir

Frétt­ir um Ögmund ekki rétt­ar

Ögmundur er ekki á leið til gríska meistaraliðsins PAOK, að sögn umboðsmanns hans.

Mynd/arenalarissa

Giannis Bitzidis, umboðsmaður Ögmundar Kristinssonar, seg­ir ekk­ert hæft í fregn­um þess efn­is að Ögmundur sé á leið frá AE Larissa til gríska meistaraliðsins PAOK.

Fótbolti.net greindi frá því í vikunni að Ögmundur væri á leið til PAOK í sumar en umboðsmaður hans kvað niður þær sögu­sagn­ir þegar gríska dagblaðið Metrosport náði tali af honum í gær. Jafnframt sagði hann að Ögmundur væri enn í viðræðum við lið sitt AE Larissa um nýjan samning.

Konstantinos Tastsoglou, blaðamaður hjá Metrosport, skýrði frá heimildum sínum í samtali við Íslendingavaktina í dag. Orðróm­ur var uppi um það að Ögmundur væri á leið til PAOK en liðið hef­ur al­farið neitað því. Þessar fréttir standast ekki og nú hefur umboðsmaður hans neitað þessu. Það virðist ekki vera neinn samningur á borðinu eða samkomulag um eitt né neitt.“

Núverandi samningur Ögmundar við AE Larissa rennur út í sumar og nýverið var greint frá því að AEK frá Aþenu væri áhugasamt um að fá hann til liðs við sig. Kayserispor frá Tyrklandi og Rangers frá Skotlandi hafa einnig verið nefnd til sög­unn­ar í þeim efn­um.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir