Fylgstu með okkur:

Fréttir

Frederik Schram til reynslu hjá Vejle

Markvörðurinn Frederik Schram er þessa dag­ana við æf­ing­ar hjá danska 1. deildarliðinu Vejle og verður þar til reynslu út þessa viku.

Mynd/sn.dk

Markvörðurinn Frederik Schram er þessa dag­ana við æf­ing­ar hjá danska 1. deildarliðinu Vejle og verður þar til reynslu út þessa viku.

Kjartan Henry Finnbogason leikur fyrir Vejle og mun gegna lykilhlutverki á næstu leiktíð. Kjartan Henry framlengdi samning sinn við Vejle til næstu tveggja ára í síðasta mánuði þó að liðið hafi fallið úr dönsku úrvalsdeildinni í vor, en liðið laut í lægra haldi fyrir Hobro í fallumspili deildarinnar.

Fredericia Dagblad í Danmörku greinir frá því að Frederik sé við æfingar hjá Vejle og þar segir að hann sé að hefja sína aðra reynsludvöl í sumar. Frederik æfði í síðustu viku og lék einn æfingaleik með enska D-deildarliðinu Shrewsbury Town.

Frederik segir að æfingar hafi gengið vel til að byrja með hjá Shrewsbury en eftir nokkra daga var honum tjáð af forráðamönnum félagsins að hann fengi ekki samning vegna fjárhagsörðuleika.

Frederik, sem er 24 ára, lék síðustu ár með danska 1. deildarliðinu Roskilde en ákvað að segja skilið við félagið og framlengdi ekki samning sinn sem rann út fyrir tveimur dögum.

Frederik var í 23 manna leikmannahópi Íslands á HM í fyrra og á að baki 5 A-landsleiki fyrir Ísland. Hann er upp­al­inn í Dan­mörku en á ís­lenska móður. Hann hef­ur leikið með öll­um yngri landsliðum Íslands.

Tryggvi Kristjánsson var sá sem vakti athygli á því að Frederik væri á reynslu hjá Vejle, en hann hefur síðustu vikur haldið uppi skemmtilegum þræði á Twitter-síðu sinni hvað varðar fréttir um íslenska atvinnumenn:

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir