Fylgstu með okkur:

Fréttir

Frederik Schram semur við SønderjyskE

Frederik Schram hefur skrifað undir samning við danska úrvalsdeildarfélagið SønderjyskE.

Markvörðurinn Frederik Schram hefur skrifað undir samning við danska úrvalsdeildarfélagið SønderjyskE og þar með verða þrír íslenskir leikmenn í herbúðum félagsins. Samningurinn hjá Frederik gildir út komandi tímabil.

Fyrir eru Eggert Gunnþór Jónsson, sem framlengdi samning sinn í vor, og Ísak Óli Ólafsson en hann skipti yfir í SønderjyskE í síðasta mánuði.

Frederik, sem er 24 ára, lék síðustu ár með danska 1. deildarliðinu Roskilde en ákvað að segja skilið við félagið og framlengdi ekki samning sinn sem rann út fyrir tveimur vikum. Síðustu daga hefur hann æft með Velje í Danmörku og enska liðinu Shrewsbury.

Frederik var í 23 manna leikmannahópi Íslands á HM í fyrra og á að baki 5 A-landsleiki fyrir Ísland. Hann er upp­al­inn í Dan­mörku en á ís­lenska móður. Hann hef­ur leikið með öll­um yngri landsliðum Íslands.

Danska úrvalsdeildin er aftur farin af stað og SønderjyskE spilar á morgun við Randers í 1. umferðinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir