Fylgstu með okkur:

Fréttir

Frederik áfram hjá Lyng­by

Frederik Schram verður áfram í röðum Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni.

Mynd/Youtube

Frederik Schram verður áfram í röðum Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni en hann hefur gert samning við liðið út yfirstandandi tímabil. Þetta kemur fram á heimasíðu liðsins í dag.

Í fyrrasumar gerði Frederik hálfs árs samning við danska úrvalsdeildarliðið Sønd­erjyskE en var síðan sendur á lán til Lyng­by, sem hefur nú tryggt sér þjónustu hans. Frederik rann út á samningi hjá Sønd­erjyskE um áramótin og fékk ekki nýjan samning.

Nú þegar vetrarfrí er skollið á er Lyngby í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar af 14 liðum. Keppni í deildinni hefst á ný eftir vetrarfríið hinn 14. febrúar næstkomandi.

Frederik, sem er 24 ára, lék síðustu ár með danska B-deildarliðinu Roskilde en ákvað að segja skilið við það á síðasta ári.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir