Fylgstu með okkur:

Fréttir

Frammistöður Gylfa skila honum í úrvalslið Sky Sports

Gylfi Þór er í úrvalsliði ensku úrvalsdeildarinnar hjá Sky Sports það sem af er vetri.

Gylfi eftir að hafa skorað gegn Chelsea um helgina. ÍV/Getty

Enski fréttamiðilinn Sky Sports hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson í úrvalslið ensku úrvalsdeildarinnar það sem af er vetri.

Úrvalsliðið hjá Sky Sports er byggt á tölfræðieinkunn sem leikmenn deildarinnar hafa fengið fyrir frammistöður sínar á leiktíðinni. Gylfi er á miðri miðjunni í úrvalsliðinu, ásamt Paul Pogba, leikmanni Manchester United.

„Gylfi byrjaði fremur rólega með Everton á Goodison Park eftir að hafa verið keyptur fyrir 50 milljónir punda frá Swansea fyrir næstum tveimur árum síðan, en íslenski landsliðsmaðurinn hefur stigið vel upp á núverandi leiktíð þar sem hann hefur skorað 12 mörk og lagt upp önnur þrjú,“ segir á síðu Sky Sports.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir