Fylgstu með okkur:

Fréttir

„Frábær tilfinning að kom­ast aft­ur af stað“

Alfreð fagnaði góðum sigri með Augsburg um síðustu helgi en hann von­ast til að end­ur­taka leik­inn næst­kom­andi föstudagskvöld.

Mynd/[email protected] Augsburg

Alfreð sneri aft­ur á knatt­spyrnu­völl­inn á dögunum eftir um tveggja mánaða fjarveru vegna meiðsla og hefur nú leikið síðustu tvo leiki Augsburg í þýsku Bundesligunni.

Alfreð kom inn á sem varamaður í báðum leikjunum, gegn Union Berlin um þarsíðustu helgi og gegn Werder Bremen síðasta laugardag, þar sem hann lagði upp sig­ur­markið.

„Það er frábær tilfinning að komast aftur af stað. Leikurinn gegn Werder Bremen var lykilleikur. Í þeim leik vildum við senda skilaboð á heimavellinum okkar eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð,“ sagði Alfreð í viðtali við sjónvarpsstöð Augsburg í dag.

Augsburg fer í heimsókn til Eintracht Frankfurt næsta föstudagskvöld og Alfreð vonast til þess að endurtaka leikinn frá því gegn Werder Bremen.

„Eintracht Frankfurt-liðið er mjög lík­am­lega sterkt en það hefur til þessa ekki staðið undir væntingum. Við ætl­um að endurtaka leikinn frá því gegn Werder Bremen og ná ein­hverju út úr leikn­um við Frankfurt. Við verðum á útopnu í leiknum og vonandi eftir hann getum við slakað á heima upp í sófa og horft á hina leikina.“

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir