Fylgstu með okkur:

Fréttir

Fleetwood Town fær Ísak á láni

Ísak Snær hefur verið lánaður frá Norwich City til enska C-deildarliðsins Fleetwood Town út þetta keppn­is­tíma­bil.

Mynd/canaries.co.uk

Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið lánaður frá Norwich City til enska C-deildarliðsins Fleetwood Town út þetta keppn­is­tíma­bil. Þetta var staðfest í kvöld en Fótbolti.net greindi fyrst frá.

Fleetwood Town leik­ur í ensku C-deild­inni og er liðið í 11. sæti deildarinnar og aðeins sex stigum frá umspilssæti. Efstu tvö lið deildarinnar fara upp í ensku B-deildina í vor en liðin í 3.-6. sæti fara í umspil um þriðja og síðasta lausa sætið.

Ísak Snær, sem er 18 ára, hefur vakið athygli með U23 ára liði Norwich og Fleetwood Town hafði mikinn áhuga á því að fá hann í sínar raðir á láni. Knattspyrnustjóri Fleetwood Town er enginn annar en Joey Barton.

Ísak Snær er upp­al­inn hjá Aft­ur­eld­ingu og hef­ur spilað með U17, U18 og U19 ára landsliðum Íslands og verið fyrirliði þar.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir