Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Fjór­ir sigr­ar í röð hjá Álasundi

Álasund vann í dag sinn fjórða leik í röð.

Mynd/Álasund

Íslendingaliðið Álasund vann sinn fjórða deildarsigur í norsku 1. deildinni þegar liðið lagði Skeid að velli, 1-0, í dag.

Daníel Leó Grétarsson, Davíð Kristján Ólafsson og Aron Elís Þrándarson léku allan tímann fyrir Álasund í dag og Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á sem varamaður á 56. mínútu leiksins.

Niklas Castro, leikmaður Álasund, sá um að skora eina mark leiksins úr vítaspyrnu eftir rúmlega klukkutíma leik.

Álasund styrkti stöðu sína enn frekar með sigrinum en liðið hefur nú 41 stig og er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar eftir 16 umferðir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun