Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Fjórir leik­ir án sig­urs hjá Viðari

Viðar Örn og liðsfé­lag­ar hans í Hammarby töpuðu 2-0 fyr­ir Häcken í dag.

Mynd/FotbollDirekt

Viðar Örn Kjartansson og liðsfé­lag­ar hans í sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby töpuðu 2-0 fyr­ir Häcken á útivelli í dag. Hammarby hef­ur nú ekki unnið í síðustu fjórum leikj­um sín­um.

Síðasti sig­ur­leik­ur Hammarby kom gegn Östersunds þann 14. maí síðastliðinn en þá sigraði liðið 4-0.

Hammarby hef­ur ekki náð að finna stig í síðustu leikj­um en þeir Nasiru Mohammed og Alexander Jeremejeff sáu til þess að Häcken myndi ná í öll stig­in í dag. Mohammed skoraði fyrra mark Häcken rétt fyrir leikhlé þegar hann átti góða skottilraun fyrir utan vítateig sem endaði í marki Hammarby. Jeremejeff skoraði seinna mark Häcken á 81. mínútu en þá komst hann einn á móti markmanni og lagði knöttinn snyrtilega í netið. 2-0 sigur hjá Häcken í dag.

Viðar Örn lék allan leikinn í liði Hammarby en tókst ekki að koma boltanum í mark andstæðinganna. Hann hefur leikið 13 deildarleiki fyrir liðið og skorað í þeim 5 mörk.

Hammarby situr í 7. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 19 stig eftir 13 umferðir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun