Umfjöllun
Fjórir Íslendingar léku í síðustu umferðinni í Danmörku
Fjórir Íslendingar voru í byrjunarliði sinna liða í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í dag.
-
-
eftir
Íslendingavaktin

Hjörtur Hermannson í leik með Brøndby um síðustu helgi. ÍV/Getty
Alls fjórir Íslendingar voru í byrjunarliði sinna liða þegar síðasta umferðin fór fram í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Á næstu vikum mun taka við umspil í deildinni. Alls fjórtán lið leika í deildinni og efstu sex liðin munu berjast um meistaratitilinn eftirsótta. Neðstu átta fara í umspil þar sem kemur í ljós hvaða lið falla úr deildinni.
Aðeins einn Íslendingur var í sigurliði í dag en það var Hjörtur Hermannsson, sem var í byrjunarliði Brøndby.
Hjörtur var annan leikinn í röð í byrjunarliði Brøndby á skömmum tíma. Liðið var að spila við Horens á útivelli og vann að lokum góðan 1-3 sigur.
Brøndby tryggði sér sæti í umspili um meistaratitilinn með sigrinum í dag.
Jón Dagur Þorsteinsson var síðan í byrjunarliði Vendsyssel sem beið lægri hlut fyrir Nordsjælland, 0-1. Jón lék í 87. mínútur áður en hann var tekinn af velli í leiknum.
Vendsyssel endar í 12. sæti deildarinnar, með 22 stig, og mun taka þátt í fall-umspilinu.
Kjartan Henry Finnbogason lék allan tímann sem fremsti maður þegar lið hans Velje tapaði rétt svo fyrir Esbjerg sem skoraði sigurmark í blálokin. Lokatölur urðu 2-1.
Vejle endar í 14. sæti deildarinnar og tekur því þátt í fall-umspilinu.
Að lokum, þá spilaði Eggert Gunnþór Jónsson allan leikinn fyrir SønderjyskE sem tapaði 2-1 fyrir Midtjylland.
SønderjyskE endar í 11. sætinu og mun líkt og Vendsyssel og Vejle taka þátt í áðurnefndu fall-umspili.

Ekki missa af
-
Myndskeið
/ 6 dagar síðanSverrir Ingi skoraði í toppslagnum – Sjáðu markið
Sverrir Ingi skoraði mark PAOK sem gerði jafntefli í toppslag grísku úrvalsdeildarinnar.
eftir Íslendingavaktin -
Myndskeið
/ 6 dagar síðanMyndband: Ögmundur lagði upp sigurmarkið
Ögmundur minnti enn og aftur á hversu öflugur hann er.
eftir Íslendingavaktin