Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Fjórði tap­leik­ur Viðars í röð

Yeni Malatyaspor, lið Viðars Arnar, er í frjálsu falli í tyrknesku úrvalsdeildinni þessa dag­ana.

Viðar Örn Kjartansson tapaði í dag fjórða leikn­um í röð með liði sínu Yeni Malatyaspor í tyrknesku úrvalsdeildinni. Að þessu sinni lá liðið fyrir Antalyaspor á heimavelli sínum.

Viðar Örn, sem gekk í raðir Yeni Malatyaspor á lánssamningi frá Rostov í síðasta mánuði, hefur farið rólega af stað í Tyrklandi en hann kom í dag inn á sem varamaður á 75. mínútu leiksins og spilaði því lokamínúturnar.

Antalyaspor skoraði fyrsta mark leiksins á 8. mínútu en framherjinn Umut Bulut jafnaði metin fyrir Yeni Malatyaspor á 29. mínútu. Lukas Podolski, fyrrum leikmaður Bayern Munich og Arsenal, skoraði síðan sigurmark fyrir Antalyaspor undir lok venjulegs leiktíma, á 89. mínútu. Leiknum lauk því með 2-1 sigri Antalyaspor.

Þetta var fjórði leikur Viðars með Yeni Malatyaspor en hann hefur hingað til ekki leikið frá upp­hafi til enda. Yeni Malatyaspor hefur ekki fagnað sigri í síðustu sjö deildarleikjum sínum og er í 11. sæti deildarinnar með 24 stig eftir 22 leiki.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun